Stærsta ráðstefna í orku- og veitumálum á Íslandi
Á Samorkuþingi er fjallað um viðfangsefni orku- og veitufyrirtækja.
Fjölbreytt dagskrá
Ásamt því að vera vettvangur til að fræðast er Samorkuþing einnig tilvalið til tengslamyndunar í orku- og veitugeiranum.


Sýning
Þjónustu- og vörusýning fer fram samhliða þinginu í Hofi. Lítið við og kynnið ykkur það nýjasta frá traustum samstarfsaðilum orku- og veitugeirans.
Samorkuþing er haldið á þriggja ára fresti. Það er stærsti vettvangurinn fyrir orku- og veitugeirann til að koma saman sem ein heild og ræða það sem efst er á baugi hverju sinni.