Hátíðarkvöldverður og skemmtun

Hátíðarkvöldverður og skemmtun 2017-04-24T16:26:48+00:00

Íþróttahöllinni, Skólastíg, að kvöldi fimmtudagsins 4. maí

Rútur flytja gesti á staðinn og fara frá Hofi, Hótel KEA, Icelandair Hótel Akureyri og Sæluhúsum.

Fordrykkur

 

Fordrykkurinn er í boði Motus og hefst klukkan 19 í anddyri Íþróttahallarinnar.

Matseðill:

Forréttur:

Glóðarbakaðir humarhalar með kampavínsrjómasósu, heitreykt bleikja með mangómayonnaise og djúpsteiktur steinbítur með sætri chilisósu, borið fram með glóðaðri brauðsnittu og salati.

Aðalréttur:

Ofnsteikt andabringa og grillsteiktur lambaturn, kryddaður blóðbergi, borinn fram með steiktu grænmeti, sykurgljáðum kartöflum og týttuberjasoðsósu.

Eftirréttur: 

Volg súkkulaðikaka með blautum kjarna borin fram með vanilluís.

Kaffi/te og vín með matnum.

Matseðill fyrir grænkera

(ath. að matseðillinn er aðeins tillaga – hægt er að hafa samband við Bautann varðandi ofnæmi/sérþarfir í mat og aðlögun yfir í vegan)

Forréttur:

Blandaður salatdiskur með tómat, avakadó, basil, ristuðum furuhnetum og sweet-soya marineruðum sveppum

Aðalréttur:

Ofnbökuð paprika fyllt með grænmetisrisottó borin fram með rótargrænmeti, fersku salati og saffransósu

Eftirréttur:

Marineraðir ávextir með heimalagaðri súkkulaði-karamellusósu og þeyttum rjóma

Kaffi/te og vín með matnum.

Dansleikur

Að loknu borðhaldi munu Eyþór Ingi og hljómsveit sjá til þess að allir hristi af sér steikina!

Veislustjóri

Úlfar Linnet, forstöðumaður rannsókna á þróunarsviði Landsvirkjunar, sér um að allt gangi vel fyrir sig.

Verð:

Verð pr. mann fyrir kvöldverð og skemmtun er 17.900 kr.

/* Omit closing PHP tag to avoid "Headers already sent" issues. */