Íþróttahöllinni, Skólastíg, að kvöldi fimmtudagsins 22. maí

Rútur flytja gesti á staðinn (nánara fyrirkomulag tilkynnt síðar)

Fordrykkur

Fordrykkurinn hefst klukkan 19 í anddyri Íþróttahallarinnar.

Matseðill:

Standandi forréttur:

Sushi – Surf and Turf , Rækja tempura, nautaþynnur, salat, unagisósa, magic pepper, hvítlauks majó
Sushi – Lax Kaburi, brenndur lax, salat, mangó, gúrka, graslaukur, chilli mæjó og unagi
Sushi – Vegan, salat, mangó, gúrka, graslaukur, vegan chilli mæjó og unagi
Spjót – grilluð tígrisrækja, mangó salsa, hvítlauksmæjó, chilli hrískökur, jurtir
Vegan Spjót – saltbökuð rauðrófa, kryddjurta mæjó, sítróna, graskersfræ, jurtir
Blinis – heima reykt bleikja, eplasalat, dill
Taco – humarsalat, rauðkál, kimchi mæjó, graslaukur

Aðalréttur:

Grilluð nautalund í RUB23 kryddblöndu með sveppasoðgljáa,
smælki kartöflur, gljáðar gulræti og brokkólíni

Eftirréttur: 

Afmælisterta – 30 ára Samorka

Drykkir greiðast sér og á staðnum.

Matseðill fyrir grænkera

Forréttur:

Sömu forréttir og í hefðbundnum matseðli, þar eru vegan útfærslur í boði

Aðalréttur:

Vegan Wellington steik með grænmetissoðgljáa, smælki, timian gulrótum og brokkólíní

Eftirréttur:

Eplakaka (fyrir vegan)
Afmælistertan hentar þeim sem kjósa grænmetisfæði en eru ekki vegan

Drykkir greiðast sér og á staðnum.

Uppistand

                                    Grínistinn Úlfar Linnet kitlar hláturtaugarnar!

Pipes and Power

Hljómsveit Veitna, Pipes and Power, hitar upp fyrir ballið ásamt nokkrum vel völdum gestasöngvurum!

Dansleikur

Samorkuþingsballið er á sínum stað og að þessu sinni eru það Erna Hrönn, Magni, Summi Hvanndal og fleiri sem halda uppi stuðinu!

Veislustjóri

Vilhjálmur B. Bragason, leikari, leikhúsmaður, spéfugl og píanisti, sér um að allt gangi að óskum.

Verð:

Verð pr. mann fyrir kvöldverð og skemmtun er 17.990 kr.